Friday, November 4, 2011

Halloween



Halloween aften í leikskólanum. Rifjaðist upp fyrir okkur að Hanna frænka hafði keypt hallóvín náttföt í amríkunni í fyrra - sem voru orðin örlítið þröng en Hilmar vakti nú samt mikla lukku í leikskólanum sem minibeinagrind. Þetta er fyrsta skipti sem hann upplifir svona félagsstarf með mömmu og pabba og öllum krökkunum að kvöldi til í leikskólanum og hann var alveg í ESSINU sínu. Hljóp um og babblaði og ærslaðist. Farið var í haustgöngu í myrkrinu með luktir og sungið. Þegar inn var komið áttu börnin að setjast niður og syngja lagið sem þau voru búin að æfa fyrir foreldrana. Hann var ekki mikið fyrir að sitja kjurr og var hálf vælinn yfir að finna mig ekki, en þegar pædagoginn hans Ivonne ætlaði að hjálpa honum að komast milli stóru strákana og til mín þá hlammaði hann sér þar á milli og vildi vera með. Frekar hissa á þessu öllu saman samt …. ;)

No comments:

Post a Comment