Friday, June 24, 2011

Afmælisdansinn



Ég var að finna þetta litla vídjó. Afmælisdrengurinn fílar greinilega tónlistina hjá Erlu nágranna og dillir sér í takt. Afmælisveislan rétt að hefjast og hann í sínu fínasta pússi. Reyndar rifinn úr því og settur í sumarlegri galla en þetta var frábær dagur.

Símatími...

Oddrún gisti hjá okkur og hann var ógurlega hrifinn af því að finna hana í bóli inn í litla herberginu. Við sátum og fengum okkur morgunmat og þá stakk hann af og henti sér upp í rúm að kúra. Honum til mikillar ánægju fann hann símann hennar. Töfragræjur miklar, og hann er löngu búinn að læra að manúvera snertiskjáinn á símanum mínum og er mjög pro þar sem hann heldur símanum upp að eyranu meðan hann hleypur um og talar mikið.

Takið eftir því í lok vídjósins, þá lýsist síminn upp og honum verður agalega mikið niðri fyrir. Hægt rennur upp fyrir mömmunni að hann er að hringja eitthvað, og finnst einsog að mörgum á kontaklista litlu systur muni finnast miður gaman að fá upphringingu frá barni klukkan sjö.... Og stekk því á hann og kippi af honum símanum. Það vill svo skemmtilega til að hann hringdi bara í mig, og vakti því bara pabba sinn í næsta herbergi sem fannst við lítið fyndin og trúði því tæplega að þetta væri óvart.

Thursday, June 23, 2011

Hilmar hjálpar til við þrifin


Ryksugan hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi. Stundum hefur hann verið pínu hræddur, þegar honum tekst að kveikja á henni óvænt og stekkur hæð sína og felur sig bak við eitthvað. Nú þykist hann orðinn öflugur og vill fá að stjórna græjunni sjalfur. Okkur finnst það ljómandi að hann er svona iðinn við að ryksuga og sópa, og hann má alveg halda því áfram....