Wednesday, June 2, 2010

Tónlistaruppeldið hefst snemma


Rétt rúmlega mánaðargamall og hringlar eins og atvinnumaður. Takið samt eftir ofuránægða foreldrinu í bakgrunni sem gerði sér augsýnilega enga grein fyrir því að hitt foreldrið væri að taka myndband en ekki bara staka, hljóðlausa ljósmynd! Hringlan var aftur góð gjöf frá ömmu Ösp.

Tuesday, June 1, 2010

Stórt sýnishorn

Fyrir nokkru fórum við í leiðangur. Töltum gegnum Trørød með ungann í vagni og dáðumst að vorinu sem var að breytast í sumar, garðarnir sem við höfum aldrei séð nema í vetrarham allt í einu orðnir ægifagrir og lumuðu á marglitum trjám og skrítnum blómum. Ferðinni var heitið í matvörubúð, sem fyrir heimavinnandi / ritgerðarskrifandi fólk verður allt í einu spennandi verkefni.

Jæja, superbrugsen er auðvitað gríðarlega skemmtileg (og dýr) búð með miklu úrvali en sjálf verslunarferðin var ekkert til frásögu færandi. Hilmar Gylfi vaknaði þegar við vorum komin á áfangastað og gaf sterklega til kynna að honum fyndist vagninn ööömurlegur staður að vera á. Mamman við öllu búin og vippaði honum í  Moby, og eftir nokkrar fortölur sættist hann á að það væri notalegt að vera vafinn framan á mömmuna og kúrði meðan ég valdi í körfuna. Í biðröðinni við kassann stóð lítil stúlka með pabba sínum, sirka á fjórða ári . Hún rak upp stór augu þegar ég sneri mér við, og grandskoðaði okkur Hilmar útundan sér en það glitti í húfuna hans uppúr vefjunni, meðan ég týndi upp á færibandið. Eftir augnablik sneri hún sér að pabba sínum og sagði mjög imponeruð: "Far, har du set kvinden! Hun har en baby - og den er ved at komme ud!!!!"

Ég gat ekki varist að hlæja, en pabbinn var frekar vandræðalegur ehem skat jeg tror faktisk den er allerede kommet ud. En góð lógík hjá dömunni, enda augljóst að börnin eru í bumbu og svo koma þau út. Hún hafði eðlilega ekkert spáð í hvernig eða hvaðan. Enda þær upplýsingar algjörlega on a need to know basis ehem.

Jæja, drengurinn hjalar og sperrir sig og stækkar. Áhyggjur mínar um að hann væri ekki að fá nægan mat (vegna kröfu hans um að borða á klukkutíma fresti og ákaflega stuttra lúra) reyndust ekki beint eiga við rök að styðjast. Sundhedsplejersken kom í heimsókn í dag og sveiflaði kútnum í bleyjuvigtinni. Á um það bil 16 dögum hefur hann þyngst um heilt kíló, svo nú er hann 5300 grömm og rétt rúmlega mánaðargamall. Enda er farið að sjást smá lærakeppir og minnstu gallarnir orðnir allt of stuttir. Hún sagði sögur og kjaftaði á henni hvert tuska, og leist svona líka vel á drenginn sem væri kröftugur, gæti haldið haus (sem væri almennt markmið fyrir þriggja mánaða aldurinn) og einbeitt sér og fókusað á andlit og brugðist við. Ekki vantaði lungnakraftinn, enda skrúfaði hann upp í hæsta styrk rétt á meðan þessi ókunnuga kona var að stjórnast í honum. Hún slúttaði á að hvetja okkur til að eignast bara mörg börn hann væri svo ógurlega vellukkaður -