Thursday, November 17, 2011

Víííííí


Rennibrautin á róló fyrir aftan hjá ömmu & afa í grafarvoginum. Það má fara margar margar margar bunur þar og alltaf jafn gaman :)

Busla í stóra baðinu


Þegar maður er vanur að busla í bala, þá er baðkarið mjöööög stórt. Hann var nú ekki hrifinn af froðunni fyrst og fussaði og reyndi að dusta hana af sér en sættist svo við þetta allt saman og var agalega kátur.

Lesa bókina um stúf



Amma Ösp keypti lítinn stól við borðið í ferielejligheden okkar og Hilmari Gylfa finnst agalega fínt að sitja þar og dunda við að lesa eða leika með eitthvað. Nú eða klifra upp á hann og skoða allt fína í glugganum og kíkja út. Til margs nýtur

Hilmar hressi



Eitt krúttlegt frá því mamma, pabbi og strákarnir komu í heimsókn í sumar. Hilmar alveg í essinu sínu að kíl´ann einsog Oddrún frænka var búin að kenna honum. Hann lærði mjööög margt nýtt og nýtilegt af moster á þessum tíma.  Díníníníníní...

Friday, November 4, 2011

Halloween



Halloween aften í leikskólanum. Rifjaðist upp fyrir okkur að Hanna frænka hafði keypt hallóvín náttföt í amríkunni í fyrra - sem voru orðin örlítið þröng en Hilmar vakti nú samt mikla lukku í leikskólanum sem minibeinagrind. Þetta er fyrsta skipti sem hann upplifir svona félagsstarf með mömmu og pabba og öllum krökkunum að kvöldi til í leikskólanum og hann var alveg í ESSINU sínu. Hljóp um og babblaði og ærslaðist. Farið var í haustgöngu í myrkrinu með luktir og sungið. Þegar inn var komið áttu börnin að setjast niður og syngja lagið sem þau voru búin að æfa fyrir foreldrana. Hann var ekki mikið fyrir að sitja kjurr og var hálf vælinn yfir að finna mig ekki, en þegar pædagoginn hans Ivonne ætlaði að hjálpa honum að komast milli stóru strákana og til mín þá hlammaði hann sér þar á milli og vildi vera með. Frekar hissa á þessu öllu saman samt …. ;)

Saturday, October 1, 2011

Les bók og bröltir í stofunni


SpegillSpegill




Ég stökk til með símann, þegar hann skreið að speglinum og sagði nokkrum sinnum hæ og geiflaði sig og kjaftaði við sjálfan sig. Náði alveg gullnu mómenti sem sést í lok myndbandsins.